Haldinn verður hádegisfundur, þann 5. maí 2022 klukkan 12:00, þar sem Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, og Andrea Jónsdóttir, forseti SÍF munu ræða efni skýrslunnar og velta fyrir sér áhrifum heimsfaraldurs á framhaldsskólanema. Skráið ykkur á fyrirlesturinn til þess að fá þátttökuhlekk en þátttaka er öllum gjaldfrjáls.