Áhrif heimsfaraldurs á framhaldsskólanema

Mikið hefur reynt á framhaldsskólanema undanfarin tvö ár í COVID faraldrinum. Lagðar voru fyrir kannanir í framhaldsskólum árið 2020 og í nóvember 2021 til samanburðar. Þá höfðu breytingar orðið á námsfyrirkomulagi og opnað hafði verið fyrir félagslíf á ný, þó svo að fullum afléttingum hefði ekki enn verið náð. 

Hádegisfyrirlestur um niðurstöður

Haldinn verður hádegisfundur, þann 5. maí 2022 klukkan 12:00, þar sem Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, og Andrea Jónsdóttir, forseti SÍF munu ræða efni skýrslunnar og velta fyrir sér áhrifum heimsfaraldurs á framhaldsskólanema. Skráið ykkur á fyrirlesturinn til þess að fá þátttökuhlekk en þátttaka er öllum gjaldfrjáls. 

Margrét Lilja Guðmundsdóttir

Andrea
Jónsdóttir

Andrea-Jonsdottir

Heildarskýrslan

Spurningalisti sem lagður var fyrir nemendur á vegum Rannsókna og greiningar í nóvember 2020 varpaði ljósi á COVID tímann sem meðal annars leiddi í ljós að verulega hafði dregið úr vímuefnaneyslu á meðan merki voru um að andleg líðan framhaldsskólanema væri lakari samanborið við kannanir fyrri ára. Sérfræðingar Rannsókna og greiningar töldu því mikilvægt að leggja könnun aftur fyrir ári síðar þegar breytingar höfðu orðið á námsfyrirkomulagi og opnað hafði verið fyrir félagslíf og skemmtanir á ný, þó svo að fullum afléttingum hefði ekki verið náð og blikur væru á lofti um aukna tíðni smita í nóvember 2021.

Helstu niðurstöður - fréttatilkynning

Heildarskýrslan
á PDF formi