Með Lifecourse rannsókninni er ætlunin að skilja betur hvernig streita hefur áhrif á líffræðileg viðbrögð, andlega líðan og hegðun. Rannsóknin, sem styrkt er með 2 milljóna evra styrk frá European Research Council, er sú fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu þar sem lífvísindaleg gögn og félagsvísindaleg gögn eru sameinuð fyrir heilan árgang á landsvísu.