Mælitæki kannananna eru ítarlegir spurningalistar sem hafa verið þróaðir ár frá ári, fyrst af starfsfólki Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, í samstarfi við menntamálaráðuneytið, en frá 1999 af Rannsóknum & greiningu. Spurningarnar eru mótaðar af fagfólki í félagsvísindum þar sem farið er eftir ströngum kröfum um að þær leiði til öruggra niðurstaðna, að áreiðanleiki og réttmæti sé ávallt í fyrirrúmi. Spurningalistinn inniheldur á bilinu 80-90 spurningar. Fáeinum aukaspurningum hefur svo í gegnum árin verið bætt við kjarnaspurningar eftir því hvaða mál eru efst á baugi hverju sinni. Kvarðar eru gjarnan notaðir sem svarmöguleikar við spurningum til að auka réttmæti spurninganna, í þessum spurningalistum er svonefndur Likert-kvarði1 mest áberandi.