Niðurstöður rannsóknanna eru mikilvægar fyrir þá sem starfa að málefnum barna og ungmenna. Þær eru til að mynda nýttar í sveitarfélögum á Íslandi við stefnumótun, skipulagningu starfs á vettvangi og við beinar aðgerðir. Samstarf Rannsókna og greiningar og sveitarfélaganna nær til um 90% Íslendinga og er grunnurinn að þeim góða árangri sem sveitarfélögin hafa náð í að draga úr vímuefnaneyslu ungmenna síðastliðin 20 ár.
R&G vinna árlega á annað hundrað skýrslur úr niðurstöðum rannsóknanna fyrir sveitarfélög, skóla, félagasamtök og stofnanir.