Niðurstöður rannsókna Rannsókna og greiningar eru ómentanlegt verkfæri við stefnumótun og störf í sveitarfélögum landsins.
Rannsóknir undir hetinu Ung fólk hafa verið unnar reglulega meðal allra nemenda landsins frá 5.-10. bekk og í öllum framhaldsskólum landsins frá árinu 1997. Í stað þess að leggja spurningalista aðeins fyrir úrtak nemenda hafa þeir verið lagðir fyrir í öllum skólum landsins. Með því móti fást í senn staðbundnar og ítarlegar niðurstöður sem notaðar hafa verið markvisst í starfi sveitarfélaga, skóla og félagasamtaka.
Niðurstöður rannsóknanna eru mikilvægar fyrir þá sem starfa að málefnum barna og ungmenna. Þær eru til að mynda nýttar í sveitarfélögum á Íslandi við stefnumótun, skipulagningu starfs á vettvangi og við beinar aðgerðir. Samstarf Rannsókna og greiningar og sveitarfélaganna nær til um 90% Íslendinga og er grunnurinn að þeim góða árangri sem sveitarfélögin hafa náð í að draga úr vímuefnaneyslu ungmenna síðastliðin 20 ár.
R&G vinna árlega á annað hundrað skýrslur úr niðurstöðum rannsóknanna fyrir sveitarfélög, skóla, félagasamtök og stofnanir.
Sérfræðingar okkar halda um 100 fyrirlestra á ári fyrir starfsmenn sveitarfélaga, félagsmiðstöðva, félagasamtök, kennara, skólastjórnendur, foreldra og fleiri þar sem niðurstöður nýjustu rannsókna eru kynntar. Þar er varpað ljósi á breytingar á helstu mælikvörðum er tengjast andlegri líðan, vímuefnaneyslu og félagslegum þáttum í umhverfi barna og unglinga. Veittar eru staðbundnar upplýsingar sem gera alla vinnu við forvarnir og starf með börnum og unglingum markvissara.
© Rannsóknir og greining ehf. – Lágmúla 6, 108 Reykjavík