Vísindin og velferð barna

Nýverið stóð Rannsóknir og greining fyrir ráðstefnunni Vísindin og velferð barna. Á ráðstefnunni fluttu 22 fyrirlesarar 8 mínútna örfyrirlestra um nýtingu gagna í þeirra vinnu á Íslandi. Sérstaklega var augum beint að nýtingu gagna úr Ungt fólk rannsóknarröðinni sem hefur verið í gangi óslitið frá árinu 1992.

Ráðstefnan var tekin upp og má spila í heild eða hlutum á hlekknum hér á síðunni.

Aukið ofbeldi íslenskra barna samræmist ekki rannsóknum

Það samræmist ekki við niðurstöðum Rannsókna og greininga, að börn beiti meira ofbeldi nú en áður. Þau hafa lagt kannanir fyrir börn á grunnskólaaldri í 22 ár og Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá stofnuninni segir íslensk börn almennt koma vel út.

Margrét segir að fjölmiðlar þurfi að vanda umfjöllun um málaflokkinn, því gjarnan vaxi það sem veitt er athygli. Hún segist ekki efast um heilindi þeirra sem nýlega hafi greint frá aukningu, en bendir á að lögreglan til dæmis sjái nær eingöngu dekkri hliðar mannlífsins.

Fréttin í heild sinni á RÚV

  

UNGT FÓLK - VEFFYRIRLESTRAR

Lykiltölur í lífi barna
Ungt fólk 2020

Könnun á högum og líðan
grunnskólanema í 8., 9. og 10. bekk

Niðurstöður nýjustu rannsóknar okkar hafa verið sendar til samstarfsaðila Rannsókna & greiningar. Ef litið er til niðurstaðna úr könnuninni sem lögð var fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk á Íslandi síðastliðinn febrúar sýna tölur að ölvun síðastliðna 30 daga meðal tíundubekkinga hefur aukist sem nemur einu prósentustigi og er hlutfallið nú 7%. Hlutfall nemenda sem reykja daglega og hlutfall þeirra sem hafa prófað kannabis stendur í stað milli mælinga.

ÍSLENSKA MÓDELIÐ

Á tíunda áratug síðustu aldar var vímuefnaneysla ungmenna vaxandi vandamál í íslensku samfélagi. Árið 1997 hóf hópur félagsvísindafólks, stefnumótunaraðila og fólks sem starfaði með börnum og ungmennum á vettvangi að leita leiða, byggt á rannsóknum, sem gæti snúið þróuninni við. Útkoman var forvarnarlíkan, Íslenska módelið, sem byggir á samstarfi fjölmargra hlutaðeigandi aðila, foreldra, kennara, félagsmiðstöðva, íþróttafélaga, sveitarfélaga, skóla, frjálsra félagasamtaka og fleiri aðila í nærumhverfi barna og ungmenna.

Landid-allt

VERKEFNIN
OKKAR

 

 

Rannsóknir á meðal skólabarna

Rannsóknir R&G eru gerðar á meðal barna- og unglinga í nær öllum skólum landsins. Sendir eru út spurningalistar með 70-80 spurningum sem spanna ólík svið sem tengjast andlegri líðan, samskiptum, hreyfingu og tómstundum, vímuefnaneyslu, snjalltækjanotkun og fleira.

Vísindagreinar

Meðal helstu viðfangsefna R&G
eru áhættuþættir vímuefnaneyslu, íþróttaiðkun unglinga og kynjamunur
í íþróttastarfi, ofbeldi meðal íslenskra ungmenna, tómstundir íslenskra
ungmenna, staða pilta og stúlkna í íslenskum grunnskólum og andleg
líðan barna og ungmenna.