UNGT FÓLK
FYRIRLESTRARÖÐ

Næstu miðvikudaga standa Rannsóknir og greining fyrir veffyrirlestrum um rannsóknaröðina Ungt fólk í tilefni 22 ára afmælis rannsóknamiðstöðvarinnar.

Næsti fyrirlestur ber yfirskriftina Klám og “sexting”: Umfang kynferðislegra myndsendinga meðal barna en þær Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá R&G og kennari við íþróttafræðideild HR og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur ræða málefnið út frá nýjstu rannsóknagögnum. Fyrirlesturinn fer fram þann 5. maí klukkan 12:00.

Lykiltölur í lífi barna
Ungt fólk 2020

Könnun á högum og líðan
grunnskólanema í 8., 9. og 10. bekk

Niðurstöður nýjustu rannsóknar okkar hafa verið sendar til samstarfsaðila Rannsókna & greiningar. Ef litið er til niðurstaðna úr könnuninni sem lögð var fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk á Íslandi síðastliðinn febrúar sýna tölur að ölvun síðastliðna 30 daga meðal tíundubekkinga hefur aukist sem nemur einu prósentustigi og er hlutfallið nú 7%. Hlutfall nemenda sem reykja daglega og hlutfall þeirra sem hafa prófað kannabis stendur í stað milli mælinga.

ÍSLENSKA MÓDELIÐ

Á tíunda áratug síðustu aldar var vímuefnaneysla ungmenna vaxandi vandamál í íslensku samfélagi. Árið 1997 hóf hópur félagsvísindafólks, stefnumótunaraðila og fólks sem starfaði með börnum og ungmennum á vettvangi að leita leiða, byggt á rannsóknum, sem gæti snúið þróuninni við. Útkoman var forvarnarlíkan, Íslenska módelið, sem byggir á samstarfi fjölmargra hlutaðeigandi aðila, foreldra, kennara, félagsmiðstöðva, íþróttafélaga, sveitarfélaga, skóla, frjálsra félagasamtaka og fleiri aðila í nærumhverfi barna og ungmenna.

Landid-allt

VERKEFNIN
OKKAR

 

 

Rannsóknir á meðal skólabarna

Rannsóknir R&G eru gerðar á meðal barna- og unglinga í nær öllum skólum landsins. Sendir eru út spurningalistar með 70-80 spurningum sem spanna ólík svið sem tengjast andlegri líðan, samskiptum, hreyfingu og tómstundum, vímuefnaneyslu, snjalltækjanotkun og fleira.

Vísindagreinar

Meðal helstu viðfangsefna R&G
eru áhættuþættir vímuefnaneyslu, íþróttaiðkun unglinga og kynjamunur
í íþróttastarfi, ofbeldi meðal íslenskra ungmenna, tómstundir íslenskra
ungmenna, staða pilta og stúlkna í íslenskum grunnskólum og andleg
líðan barna og ungmenna.