Vísindin og velferð barna

Undanfarin 20 ár hafa margar ákvarðanir í málefnum barna og unglinga vítt og breitt um íslenskt samfélag verið teknar út frá vísindalegri þekkingu, studdar með gögnum sem safnað hefur verið af Rannsóknum og greiningu og fleirum. 

Við höfum kallað til okkar 16 fyrirlesara frá opinberum stofnunum, sveitarfélögum, frjálsum félagasamtökum og skólum til þess að gefa okkur innsýn í það hvernig þau hafa hagnýtt sér gögnin og þekkinguna til þess að taka upplýstar ákvarðanir í sínu starfi. 

Taktu fimmtudaginn 28. október frá klukkan 12:00-15:00 frá fyrir málþing um vísindin og velferð barna. Fundarstaður, upplýsingar um streymi og fyrirlesarar verða kynntar þegar nær dregur.

Skráðu þig á atburðinn til að tryggja þér sæti, þátttaka er gjaldfrjáls