Vísindin og velferð barna

Undanfarin 20 ár hafa margar ákvarðanir í málefnum barna og unglinga vítt og breitt um íslenskt samfélag verið teknar út frá vísindalegri þekkingu, studdar með gögnum sem safnað hefur verið af Rannsóknum og greiningu og fleirum. 

Við höfum kallað til okkar 20 fyrirlesara frá opinberum stofnunum, sveitarfélögum, frjálsum félagasamtökum og skólum til þess að gefa okkur innsýn í það hvernig þau hafa hagnýtt sér gögnin og þekkinguna til þess að taka upplýstar ákvarðanir í sínu starfi. 

 

Taktu fimmtudaginn 28. október frá klukkan 12:00-16:00 frá fyrir málþing um vísindin og velferð barna. Ráðstefnan fer fram á Icelandair Hótel Natura, í sal 4-6. Upplýsingar um streymi og fyrirlesarar verða kynntar þegar nær dregur.

Dagskrá ráðstefnunnar

  Fyrirlesari Erindi
12:00 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Forseti setur ráðstefnuna
12:10 Inga Dóra Sigfúsdóttir stofnandi Rannsókna og greiningar Rannsóknir R&G
12:20 Salvör Nordal umboðsmaður barna Gildi vísinda fyrir stefnumótun
12:30 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis Það sem við mælum hefur áhrif á stefnur og aðgerðir
12:40 Páll M. Ríkharðsson framkvæmdastjóri Planet Youth Ungt fólk um allan heim – Planet Youth
12:50 Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri frístundamála hjá Reykjavíkurborg Nýting rannsókna í forvarnarvinnu skóla- og frístundastarfs í Reykjavík
13:00 Kaffipása
13:10 Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi hjá Reykjanesbæ Reykjanesbær – allir með!
13:20 Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor við HR Rannsóknir á ofbeldi gegn börnum
13:30 Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri þjónustusviðs Ríkislögreglustjóra Hvað geta gögn lögreglu sagt okkur um velferð barna? Gildi skráninga og greininga
13:40 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Jafnréttisskólanum Klám, myndasendingar og kynheilbrigði
13:50 Arnar Ævarsson framkvæmdastjóri – Heimili og skóli Gögnin fyrir börnin – Fræðum foreldra
14:00 Sigríður Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri SAMFOK Foreldrar og gildi góðra gagna
14:10 Kaffipása
14:20 Hugrún Snorradóttir verkefnisstjóri lýðheilsumats hjá Reykjavíkurborg Lýðheilsumat á óbeinum áhrifum COVID-19 faraldursins á börn og ungmenni í Reykjavík
14:30 Edda Davíðsdóttir tómstunda- og forvarnafulltrúi hjá Mosfellsbæ Mikilvægi upplýsinga í skóla- og frístundastarfi
14:40 Geir Gunnlaugsson prófessor emerítus – Háskóli Íslands Ungt fólk í hnattrænu umhverfi
14:50 Erla Björnsdóttir framkvæmdastjóri Betri svefns Betri svefn – Betra líf
15:00 Kaffipása
15:10 Bóas Valdórsson sálfræðingur Sálfræðiráðgjöf í MH
15:20 Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri fræðslusviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Íþróttir og vísindin
15:30 Kristinn Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar Að rýna til gagns
15:40 Þórhildur Halldórsdóttir lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík Mikilvægi vísinda á tímum heimsfaraldurs
15:50 Jón Sigfússon framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar Ráðstefnulok