VERKEFNI R&G

Dagleg verkefni miðstöðvarinnar samanstanda af fyrirlögnum og samhæfingu rannsókna bæði á Íslandi og erlendis.

Erla_maria-global-Projects

Þetta felur í sér samskipti við rannsóknaraðila, gagnaöflun og úrvinnslu gagna og framsetningu og dreifingu á niðurstöðum til fagaðila sem starfa á vettvangi með börnum og ungmennum. Helsta markmið okkar er að auka lífsgæði ungs fólks með því að bæta heilsu þeirra og líðan. Öll okkar verkefni taka mið af því.

AÐFERÐAFRÆÐIN

Rannsóknir R&G eru þýðisrannsóknir en í því felst að þær eru ekki byggðar á hefðbundnum úrtökum heldur er reynt að ná til sem flestra í úrtaksrammanum innan þýðisins.

Við störfum með sveitarfélögum á Íslandi. Fjöldi íbúa þessara sveitarfélaga telur hátt í 90% íslensku þjóðarinnar.

STARFSEMI Á ÍSLANDI

STARFSEMI ERLENDIS

LIFECOURSE RANNSÓKNIN

Með Lifecourse rannsókninni er ætlunin að skilja betur hvernig streita hefur áhrif á líffræðileg viðbrögð, andlega líðan og hegðun. Rannsóknin, sem styrkt er með 2 milljóna evra styrk frá European Research Council, er sú fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu þar sem lífvísindaleg gögn og félagsvísindaleg gögn eru sameinuð fyrir heilan árgang á landsvísu.