COVID-SMALL-BANNER2

FORELDRAHLUTVERKIÐ
OG STAÐA BARNA Á
TÍMUM COVID-19

Upplýsingafundur sveitarfélaga og Rannsókna og greiningar um líðan ungmenna og aðgerðir á tímum COVID-19 miðvikudaginn 9. desember kl 14:00 til 15:00.

Allir velkomir.

Skráning þarf að fara fram áður en fundurinn hefst.

TILHÖGUN FUNDARINS

Fundurinn fer fram í formi fyrirlestra og umræðna fundarmanna. Áhorfendur geta sent inn skriflegar fyrirspurnir á meðan fundinum stendur sem reynt verður að svara eftir fremsta megni.

SAMSTARF VIÐ SVEITARFÉLÖGIN

Rannsóknir og greining í samvinnu við sveitarfélögin í landinu halda opinn upplýsingafund um  stöðu ungmenna í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum landsins. Sérstaklega verður athyglinni beint að líðan ungmenna á tímum COVID-19, ásamt vímuefnaneyslu, notkun á nikótínpúðum og orkudrykkjum.

RANNSÓKNIRNAR

Ungt fólk rannsóknirnar hafa undanfarin 20 ár veitt upplýsingar um stöðu og umhverfi barna og ungmenna á Íslandi og verið grunnur að þeirri miklu og góðu vinnu sem sveitarfélögin inna af hendi á hverju ári. Nýjustu niðurstöður rannsóknanna frá febrúar og október 2020 eru nú komnar til sveitarfélaganna og er þegar mikil og góð vinna í gangi á grundvelli þeirra.

DAGSKRÁIN

EFTIRFARANDI SVEITARFÉLÖG ERU SAMSTARFSSVEITARFÉLÖG RANNSÓKNA OG GREININGAR