UM RANNSÓKNIR
OG GREININGU

Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining var stofnuð árið 1999 af Ingu Dóru Sigfúsdóttur.

Inga-Dora2

Frá stofndegi hefur miðstöðin haft umsjón með fjölmörgum rannsóknum er kannað hafa hagi og líðan barna og ungmenna bæði á Íslandi og erlendis. Rannsóknarröðin Ungt fólk er ein þeirra en þær rannsóknir eru framkvæmdar meðal allra ungmenna í grunn- og framhaldsskólum landsins á nokkurra ára fresti og hafa nýst við stefnumótun í forvarnastarfi á meðal fólks sem starfar á vettvangi með börnum og unglingum í fjölda ára. 

FRÁ RÁÐSTEFNUM
OG MÁLÞINGUM

RANNSÓKNIRNAR

Rannsóknirnar hafa meðal annars kannað þætti í lífi barna og unglinga á borð við andlega og líkamlega heilsu og líðan, fjölskylduaðstæður, frístundaiðkun, áfengis- og vímuefnaneyslu, árangur í námi, líkamsrækt og þátttöku í íþróttastarfi, trúarskoðanir, mataræði og sjálfsvíg. Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í tugum ritrýndra vísindagreina skrifuðum af vísindamönnum víða að úr heiminum. Eins hafa þær verið nýttar með staðbundnum hætti, innan sveitarfélaga, hverfa og skóla til að auka skilning á högum ungs fólks og bæta aðstæður þeirra, heilsu og líðan.

SAMSTARF VIÐ AÐRA HÁSKÓLA

Frá stofnun miðstöðvarinnar hefur starfsfólk Rannsókna og greiningar stofnað til samstarfs við aðra fræðimenn sem starfa við skóla og stofnanir víða um heim. Af þeim má nefna fræðimenn og konur við Columbia University og Teachers College í New York, the University of California í Irvine, Mount Sinai Medical Center í New York, King´s College í London, Karolinska Institutet í Svíþjóð og Háskóla Írlands í Galway.

Rannsóknir og greining er með aðsetur í Háskólanum í Reykjavík.