Straumhvörf urðu í áhuga erlendra þjóða á íslenska forvarnarmódelinu árið 2017 eftir að vefmiðillinn Mosaic Science birti áhugaverða umfjöllun um R&G og þá staðreynd að Íslendingar hefðu innleitt aðferðir sem raunverulega virkuðu til þess að draga úr vímuefnaneyslu ungs fólks. Fréttin fór sem eldur í sinu og birtist víða á vefmiðlum.
Frá 2006 hafa eftirfarandi 31 þjóð fengið kynningu á Íslenska módelinu: Síle, Portúgal, Spánn, Frakkland, Malta, Ítalía, Grikkland, Slóvakía, Rúmenía, Moldova, Búlgaía, Litháen, Lettland, Eisland, Rússland, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Færeyjar, Holland, Írland, Ástralía, Úkraína, Suður Kórea, Kenía, Guinea-Bissau, Mexíkó, Kólumbía, Bandaríkin og Kanada.