STARFIÐ ERLENDIS

Youth in Europe verkefnið var sett á laggirnar árið 2006 að frumkvæði Reykjavíkurborgar og European Cities Against Drugs (ECAD) í samstarfi við R&G. Rannsóknir og greining hafa alla tíð síðan leitt það verkefni og innleitt í borgum víðs vegar um Evrópu.

Youth in Europe verkefnið er byggt á íslenska forvarnarmódelinu og miðar að því að minnka neyslu áfengis- og vímuefna meðal ungs fólks þar sem niðurstöður rannsókna eru lagðar til grundvallar við ákvarðanatöku og stefnumótun í forvarnavinnu. Þegar áhugi fór að aukast utan Evrópu var ákveðið að kynna starfsemina undir merkjum Planet Youth.

R&G UM ALLAN HEIM

Mexíkó
Síle
Holland

Straumhvörf urðu í áhuga erlendra þjóða á íslenska forvarnarmódelinu árið 2017 eftir að vefmiðillinn Mosaic Science birti áhugaverða umfjöllun um R&G og þá staðreynd að Íslendingar hefðu innleitt aðferðir sem raunverulega virkuðu til þess að draga úr vímuefnaneyslu ungs fólks. Fréttin fór sem eldur í sinu og birtist víða á vefmiðlum. 

Frá 2006 hafa eftirfarandi 31 þjóð fengið kynningu á Íslenska módelinu: Síle, Portúgal, Spánn, Frakkland, Malta, Ítalía, Grikkland, Slóvakía, Rúmenía, Moldova, Búlgaía, Litháen, Lettland, Eisland, Rússland, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Færeyjar, Holland, Írland, Ástralía, Úkraína, Suður Kórea, Kenía, Guinea-Bissau, Mexíkó, Kólumbía, Bandaríkin og Kanada.

Um þessar mundir framkvæma Rannsóknir og greining rannsóknir í yfir 200 sveitarfélögum vítt og breitt um heiminn. En þess má geta að Síle er fyrsta landið fyrir utan Ísland til að innleiða módelið á landsvísu í alls 150 sveitarfélögum.

Frá upphafi hafa um ein milljón spurningalista verið sendir út til ungmenna um allan heim en markmið þeirra er skýrt: að bæta aðstæður og líðan barna og ungmenna.

Spánn